Eyjatún 5

60.000.000 kr.
 • Tegund:
 • Póstnúmer: 276 - Mosfellsbær
 • Byggingarár: 2009
 • Stærð: 117 m²
 • Svefnherbergi: 4
 • Herbergi: 7
 • Stofur: 2
 • Baðherbergi: 1
 • Hæðir: 2
 • Lóðarstærð: 2568 m²
 • Fasteignamat: 35.697.492 kr.
 • Brunabótamat: 47.996.888 kr.
 • Skráð: 12.07.18

Deildu þessu:

Lýsing

Netstofan kynnir: Glæsilegt 117 m2 heilsárshús á einstökum stað við Meðalfellsvatn í Kjós.

Húsið stendur á fallegum og vinsælum stað stutt frá Meðalfellsvatni með miklu útsýni yfir vatnið og Hvalfjörðinn. Góð aðkoma er að húsinu og ca. 200 m2 timburverönd er við húsið með heitum potti.

Húsið er stórglæsilegt bjálkahús sem var reist 2009 og stendur á 2568 m2 leigulóð. Húsið sem er með steyptri plötu og gólfhitalögnum er tengt hitaveitu. Mögulegt verður að tengja húsið við ljósleiðara á næstu mánuðum ef þess verður óskað.

Húsið er í aðeins 20-30 mínútna  akstursfjarlægð frá Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu og einungis 5 mínútna ganga upp á Kaffi Kjós, sem er veitingarhús og verslun.

Aðalhæð: Skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi,  stofu/borðstofu, eldhús, leikhorn, baðherbergi og þvottahús.

Rishæð: Skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, tölvurými og stórar svalir.

Við aðaldyr er að finna litla geymslu og við hlið hússins stendur önnur 10 m2 útigeymsla.

Nánari upplýsingar veitir: Birgir Örn Birgisson, löggiltur fasteignasali. s. 650 5040 – netstofan@netstofan.is

Sýndarveruleiki

Drónamyndataka Þrívíddaljósmyndun

Eiginleikar

Eiginleikar:

 • Heilsárshús
 • Hitaveita
 • Leigulóð
 • Ljósleiðari
 • sólpallur
 • Stór lóð
 • Stuttfrá RVK
 • svalir

Staðsetning

Teikningar

 • Samþykktar teikningar
UPP
 • ÁRMULA 4 - 6

 • 650-5040

 • consensa@consensa.is