Hvernig getum við aðstoðað ?

Við veitum sveitarfélögum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum alhliða útboðsþjónustu og lögfræðiráðgjöf. Við getum meðal annars veitt ráðgjöf og aðstoð við:

 • Val á innkaupaferli.
 • Gerð útboðsgagna.
 • Úrvinnslu tilboða.
 • Val á tilboðum.
 • Að meta hvort bjóðendur uppfylli hæfiskröfur.
 • Breytingar á samningi á gildistíma.
 • Samninga- og skjalagerð í kjölfar útboðs.
 • Rekstur ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála vegna mögulegra brota á reglum um opinber innkaup.

Við veitum einnig opinberum aðilum alhliða útboðsþjónustu. Í slíkum tilfellum veitum við ráðgjöf og aðstoð við allt ofangreint ásamt því að sjá um að bjóða kaupin út í gegnum rafrænt útboðskerfi. Þá sjáum við einnig um allar auglýsingar og tilkynningar vegna útboðsins.

Viðskipti

Hvernig getum við aðstoðað ?

Við veitum fyrirtækjum aðstoð við tilboðsgerð og lögfræðiráðgjöf. Við getum meðal annars veitt ráðgjöf og aðstoð við:

 • Tilboðsgerð.
 • Fyrirspurnir á tilboðstíma.
 • Óskir um breytingar á útboðslýsingum.
 • Samninga- og skjalagerð í kjölfar útboðs.
 • Breytingar á samningi á gildistíma.
 • Rekstur ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála vegna mögulegra brota á reglum um opinber innkaup.
Verksamningar

Útboðsþjónusta

Lög og reglugerðir um opinber innkaup eru í ýmsum atriðum bæði ítarlegar og flóknar. Brot á reglum um opinber innkaup geta haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir bæði kaupendur og bjóðendur. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er kaupandi skaðabótaskyldur vegan þess tjóns sem brot á lögunum hefur í för með sér fyrir fyrirtæki.

Hjá okkur starfa sérfræðingar með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í opinberum innkauparétti og útboðsgerð. Við veitum fyritækjum, sveitarfélögum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum alhliða útboðsþjónustu og lögfræðiráðgjöf.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HAFA Samband

Rafrænt útboðskerfi

 

Hvar sem er

 

Hvar sem er 

Bjóðendur geta sent inn tilboð og fyrirspurnir hvar sem er. Skiptir engu máli hvort þeir eru hérlendis eða erlendis.

Hvenær sem er

 

Hvenær sem er 

Bjóðendur geta sent inn tilboð, gert breytingar á tilboði eða afturkallað tilboð hvenær sem er á tilboðstíma með einföldum hætti.

Auðvelt

 

Auðvelt 

Auðvelt er að taka þátt og senda inn tilboð í gegnum rafrænt útboðskerfi. Bjóðendur eiga auðvelt með að sjá hverju hefur verið svarað og hverju ekki.

 Öruggt

Öruggt

Rafrænt útboðsferli í gegnum rafrænt útboðskerfi dregur úr allri hættu á mistökum í útboðsferlinu, Bæði fyrir kaupendur og bjóðendur. Auðveldara er að senda inn og móttaka tilboð og fylgiskjöl.

Hagkvæmt

 

Hagkvæmt 

Rafræn útboðskerfi spara sporin. Í stað þess að prenta út öll gögn og tilboð og þurfa að senda þau útprentuð, jafnvel í tvíriti, innan tilboðstíma, er hægt að senda þetta allt saman inn rafrænt. Það er hagkvæmt.

Fljótlegt

 

Fljótlegt 

Úrvinnsla tilboða er miklu einfaldari fyrir kaupendur þegar útboð fara í gegnum rafræn útboðskerfi.

Umsagnir viðskiptavina

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson

framkvæmdarsjóri / Fraktlausnir

Við hjá Fraktlausnum fengum aðstoð frá Consensa þegar við þurftum hjálp vegna þáttöku í útboði. Fengum ótrúlega skjóta og góða þjónustu og munun án nokkurs vafa leita til þeirra aftur.

Eldri útboðsverkefni

Sérfræðingar Consensa hafa m.a. séð um útboðsgerð í neðangreindum útboðum

Í útboðinu sem var skipt í tvo hluta var óskað eftir tilboðum í alla færsluhirðingu fyrir ÁTVR.

Röntgentæki fyrir HVE

Í útboðinu sem var skipt upp í tvö stig var óskað eftir tilboðum í röntgentæki fyrir heilbrigðisstofnuninna á Vesturlandi.

Vöruflutningar

Rammasamningur um vöruflutningar nær til kaupa á vöruflutningaþjónustu með ökutækjum á landi, milli þéttbýlisstaða innanlands.

Byggingavörur

Um er að ræða 7 sjálfstæða rammasamninga um byggingavörur sem ætlað var að ná utan um alla helstu byggingavöruflokka.