Rammasamningar um byggingavörur. Unnið fyrir Ríkiskaup 2017.

Um er að ræða 7 sjálfstæða rammasamninga um byggingavörur sem ætlað var að ná utan um alla helstu byggingavöruflokka. Markmið útboðsins var:

  • Að tryggja opinberum aðilum hagkvæmt verð á byggingavörum.
  • Að tryggja opinberum aðilum aðgengi að fjölbreyttu vöruúrvali.
  • Að tryggja hagsmuni stórkaupenda.
  • Að koma í veg fyrir óþarfa flækjustig þegar kemur að minni innkaupum.
  • Auðvelda kaupendum að haga innkaupum í samræmi við skilmála útboðsins.

Í þessu útboði var smíðuð sérstök reiknivél svo kaupendur gætu með auðveldum hætti fundið út hagkvæmasta hvernig þeir gætu hagað sínum innkaupum í samræmi við skilmála útboðsins. Góð þátttaka var í útboðinu þannig að opinberum aðilum var með þessum útboðum tryggt gott vöruúrval og frábær kjör á byggingavörum.