Útboð nr. 20203 / Breytingar á aðstöðu sundmiðstöðvar

Um var að ræða almennt útboð þar sem öllum fyrirtækjum var heimilt að leggja fram tilboð.

Í útboðinu var óskað eftir tilboðum í breytingar á sundmiðstöð sem staðsett er við Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ. Breytingin sem var skipt upp í tvo áfanga var boðin út í gegnum rafrænt útboðskerfi og skilaði miklum ávinningi fyrir sveitarfélagið.