VÖRUFLUTNINGAR INNANLANDS

Rammasamningur um vöruflutningar innanlands. Unnið fyrir Ríkiskaup 2018.

Rammasamningurinn nær til kaupa á vöruflutningum með ökutækjum á landi, milli þéttbýlisstaða innanlands. Markmið útboðsins var:

  • Að tryggja opinberum aðilum góð kjör á vöruflutningum innanlands.
  • Auðvelda aðilum á markaði, litlum sem stórum, að taka þátt í útboðinu.
  • Auðvelda kaupendum að kaupa vöruflutningaþjónustu í samræmi við ákvæði rammasamnings og tryggja það að þeir fengju umsamin afsláttakjör.
  • Tryggja það að stórkaupendur hefðu svigrúm til setja fram nauðsynlegar sérkröfur er varðar vöruflutninga fyrir þá.

Í þessu útboði var smíðuð sérstök reiknivél svo kaupendur gætu með auðveldum hætti fundið út hagkvæmasta flutningsverðið og þannig tryggt sér hagstæðustu kjörin