EIGNASKIPTALÝSINGAR

Gerð eignaskiptalýsinga.
Við hjá Consensa tökum að okkur gerð eignaskiptalýsinga.

Hvað er eignaskiptalýsing?
Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gerningur um skiptingu fjöleignarhúss. Hún er gerð á grundvelli fyrirmæla fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994, með síðari breytingum, og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess. Hún mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra. Hún tilgreinir hlutdeild hvers eiganda í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar.

Hvenær skal gera eignaskiptayfirlýsingu?
Gera skal eignaskiptayfirlýsingu um fjöleignarhús og lóðir þeirra ef ekki er fyrir hendi áður gerð og þinglýst, fullnægjandi og glögg skiptayfirlýsing.

Réttur til þess að krefjast nýrrar eignaskiptayfirlýsingar.
Sérhver eigandi, sem telur gildandi hlutfallstölur fyrir húsið rangar eða fyrirliggjandi skiptagerning ófullnægjandi eða rangan að öðru leyti, getur krafist þess að ný eignaskiptayfirlýsing verði gerð í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga og 7. gr. reglugerðar nr. 910/2000. Sama gildir þegar enginn þinglýstur skiptasamningur eða eignaskiptayfirlýsing liggja fyrir.

Leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar.
Þeim einum er heimilt að taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem uppfylla lögmælt skilyrði og hafa fengið til þess leyfi frá félagsmálaráðherra.

  • ÁRMULA 4 - 6

  • 650-5040

  • consensa@consensa.is