Almennt um útboðsskyldu

Skylda til að nota lögákveðna innkaupaferla (bjóða innkaup út, fara í samkeppnisviðræður, o.s.frv.) ræðst af annars vegar af tegund samnings og hins vegar af áætlaðri fjárhæðhans. Þess vegna þarf ætíð að kanna, annars vegar, um hvers konar tegund innkaup er að ræða, þ.e. hvort keypt er inn vara, þjónusta eða verk og hins vegar hvort áætluð fjárhæð innkaupa er yfir viðmiðunarfjárhæðum fyrir þá tegund innkaupa.

Viðmiðunarfjárhæðir eru tvenns konar. Innlendar viðmiðunarfjárhæðir skera úr um hvort fara eigi að almennum reglum OIL. Ef innkaup ná hins vegar viðmiðunarfjárhæðum EES verður að gæta sérreglna sem eiga við um þau innkaup, m.a. að auglýsa innkaup á öllu efnahagssvæðinu.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs innanlands, samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup, eru fyrir vöru- og þjónustusamninga 15.500.000 kr. og fyrir verksamninga 49.000.000 kr.

Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup eru sem hér segir:

Opinberir aðilar að frátöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:

Vörusamningar 18.734.400 kr.
Þjónustusamningar  18.734.400 kr.
Verksamningar 721.794.800 kr.

Sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum og samtök sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:

Vörusamningar 28.752.100 kr.
Þjónustusamningar  28.752.100 kr.
Verksamningar 721.794.800 kr.

Viðmiðunarfjárhæð vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu samkvæmt VIII. kafla laga um opinber innkaup, sem gerðir eru af opinberum aðilum, er 97.575.000 kr.

heimild
Handbók um opinber innkaup, febrúar 2008.

You may also like