Hvernig getum við aðstoðað ?

Við veitum sveitarfélögum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum alhliða útboðsþjónustu og lögfræðiráðgjöf. Við getum meðal annars veitt ráðgjöf og aðstoð við:

  • Val á innkaupaferli.
  • Gerð útboðsgagna.
  • Úrvinnslu tilboða.
  • Val á tilboðum.
  • Að meta hvort bjóðendur uppfylli hæfiskröfur.
  • Breytingar á samningi á gildistíma.
  • Samninga- og skjalagerð í kjölfar útboðs.
  • Rekstur ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála vegna mögulegra brota á reglum um opinber innkaup.

Við veitum einnig opinberum aðilum alhliða útboðsþjónustu. Í slíkum tilfellum veitum við ráðgjöf og aðstoð við allt ofangreint ásamt því að sjá um að bjóða kaupin út í gegnum rafrænt útboðskerfi. Þá sjáum við einnig um allar auglýsingar og tilkynningar vegna útboðsins.

Viðskipti

Hvernig getum við aðstoðað ?

Við veitum fyrirtækjum aðstoð við tilboðsgerð og lögfræðiráðgjöf. Við getum meðal annars veitt ráðgjöf og aðstoð við:

  • Tilboðsgerð.
  • Fyrirspurnir á tilboðstíma.
  • Óskir um breytingar á útboðslýsingum.
  • Samninga- og skjalagerð í kjölfar útboðs.
  • Breytingar á samningi á gildistíma.
  • Rekstur ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála vegna mögulegra brota á reglum um opinber innkaup.
Verksamningar

Útboðsþjónusta

Lög og reglugerðir um opinber innkaup eru í ýmsum atriðum bæði ítarlegar og flóknar. Brot á reglum um opinber innkaup geta haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir bæði kaupendur og bjóðendur. Samkvæmt lögum um opinber innkaup er kaupandi skaðabótaskyldur vegan þess tjóns sem brot á lögunum hefur í för með sér fyrir fyrirtæki.

Hjá okkur starfa sérfræðingar með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í opinberum innkauparétti og útboðsgerð. Við veitum fyritækjum, sveitarfélögum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum alhliða útboðsþjónustu og lögfræðiráðgjöf.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HAFA Samband

Rafrænt útboðskerfi

Hjá Consensa fara öll útboð fram með rafrænum hætti í gegnum útboðskerfið Tendsign. Tendsign er veflægt og notendavænt útboðskerfi sem er öllum bjóðendum aðgengilegt á endurgjalds. Í útboðskerfinu er hægt að nálgast öll útboðsgögn, skoða breytingar, senda fyrirspurnir og skila inn tilboðum.

 

EINGIN ÞÖRF Á OPNUNARFUNDUM

Engin þörf er á fjölmennum opnunarfundum í þeim útboðum sem fara fram í gegnum rafrænt útboðskerfi. Það leiðir til mikils tímasparnaðar fyrir alla aðila útboðsins og komið er í veg fyrir smithættu vegna Covid-19.

Hvenær sem er

 

HVENÆR SEM ER

Frestur til að skila inn tilboðum getur verið alla tíma sólarhringsins og alla daga ársins. Bjóðendur geta sent inn tilboð, breytt tilboði eða afturkallað tilboð hvenær sem er á tilboðstíma með einföldum hætti.

Auðvelt

 

EINFALT AÐ TAKA ÞÁTT

Aðgangur bjóðenda að útboðskerfinu er án endurgjalds. Skráningarferlið er einfalt og auðvelt er að taka þátt og senda inn tilboð. Útboðskerfið er notendavænt og þar er hægt að nálgast öll útboðsgögn, senda fyrirspurnir og skila inn tilboðum.

 Öruggt

ÖRUGGARA ÚTBOÐSFERLI

Rafrænt útboðskerfi dregur úr hættu á mistökum í útboðsferlinu og eykur gagnsæi. Bjóðendur geta sent inn tilboð með góðum fyrirvara og kerfið sér til þess að tilboð bjóðenda verða útboðsaðilum ekki sýnileg fyrr en eftir að tilboðsfresti er lokið.

Hagkvæmt

 

HAGKVÆMUR VALKOSTUR

Með rafrænu útboðskerfi er komið í veg fyrir það að bjóðendur þurfi að prenta út öll útboðsgögn í tvíriti og sjá til þess að þau berist útboðsaðilum í lokuðum umslögum fyrir opnunarfund. Rafræn útboðskerfi spara sporin og draga veraulega úr umsýslukostnaði fyrir alla aðila útboðsins.

Fljótlegt

 

STYTTRA ÚTBOÐSFERLI

Tilboðstími útboða styttist þegar útboð fara fram í gegnum rafrænt útboðskerfi. Gagnaframsetning verður skilvirkari og úrvinnsla tilboða er einfaldari sem leiðir til mikils tímasparnaðar fyrir alla aðila útboðsins.

Umsagnir viðskiptavina

Guðlaugur H. Sigurjónsson

Guðlaugur H. Sigurjónsson

SVIÐSSTJÓRI UMHVERFISSVIÐS / REYKJANESBÆR

Við hjá Umhverfissviði Reykjanesbæjar höfum notið ráðgjafar Consensa í nokkrum útboðsmálum hjá okkur á þessu ári.

Þessi verkefni eru bæði stór og smá, allt frá stuttum fyrirspurnum í útboðsgögn fyrir stærri verk. Mikil reynsla starfsmanna á útboðsferli í opinbera geiranum leynir sér ekki og þjónustan er frábær. Merki um góða fagmennsku er að þú færð ekki alltaf að heyra það sem þú vilt heyra, heldur það sem þú þarft að heyra.

Mæli hiklaust með Consensa, fagmenn hér á ferð.

Herdís Á. Sæmundardóttir

Herdís Á. Sæmundardóttir

SVIÐSSTJÓRI FJÖLSKYLDUSVIÐS / SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR

Sveitarfélagið Skagafjörður leitaði til Consensa eftir aðstoð við útboð á hádegisverði fyrir leik- og grunnskólann á Sauðárkróki.

Skemmst er frá því að segja að hann Birgir hjá Consensa tók málið að sér og leysti það óaðfinnanlega. Í svona útboðsferli þarf að huga að mörgu og auðvelt að missa þráðinn. Það var okkur því afar mikilsvert að geta leitað til fagmanns sem hafði þekkinguna og reynsluna og gat auðveldlega svarað öllum spurningum og vangaveltum sem upp komu í ferlinu. Allar ráðleggingar og leiðbeiningar reyndust vel og þjónustan var öll til fyrirmyndar.

Hiklaust er hægt að mæla með þjónustu Consensa.

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson

framkvæmdarsjóri / Fraktlausnir

Við hjá Fraktlausnum fengum aðstoð frá Consensa þegar við þurftum hjálp vegna þáttöku í útboði. Fengum ótrúlega skjóta og góða þjónustu og munun án nokkurs vafa leita til þeirra aftur.

Atli Geir Júlíusson

Atli Geir Júlíusson

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs / Grindavíkurbær

Grindavíkurbær hefur notað þjónustu og ráðgjöf Consensa við opinber innkaup og útboð á árinu 2020 og hefur þjónusta Birgis hjá Consensa reynst sérstaklega vel.

Öll vinnubrögð eru vönduð og þekking á opinberum innkaupum yfirgripsmikil og góð. Á árinu 2020 var ákveðið að opin útboð hjá sveitarfélaginu myndi fara með rafrænumhætti í gegnum útboðskerfið Tendsign undir umsjón Consensa.

Útboðskerfið er bæði einfalt, skilvirkt og hagkvæmt ásamt því að útboðsferlið tekur styttri tíma. Það að bjóðendur geti sótt öll gögn er varðar útboð á einum stað og átt samskipti við sveitarfélagið inn í útboðskerfinu hefur verið til mikillar einföldunar á útboðstímanunum.

Mæli eindregið með þeirri þjónustu sem Consensa hefur upp á að bjóða við opinber innkaup og útboð.

Eldri útboðsverkefni

Sérfræðingar Consensa hafa m.a. séð um útboðsgerð í neðangreindum útboðum